Nýjustu fréttir

31/03/12: Language Change/Tungumálaskipti

As interest in Pokémon in Iceland has been skyrocketing in the past few years, I've after some thought decided that this website could do more good in my native tongue than in the same language as ninety percent of the Internet. I still need to comb through the whole site to translate everything and change all the banners in all the styles and so on, but I've started off by translating the front page and menu, as well as the Zodiac script (so the date shown near the top of the page is translated, as are the Zodiac images generated by the script, even though I haven't gotten around to translating the actual page yet).

This will be the final English update; it's just here to explain to my non-Icelandic visitors what's going on. If you don't understand Icelandic, I'm sorry for the inconvenience.


Þar sem áhugi á Pokémon á Íslandi hefur farið stigvaxandi undanfarin ár hef ég að vel ígrunduðu máli ákveðið að þessi síða sé betur sett á ástkæra ylhýra heldur en á sama tungumáli og níutíu prósent af veraldarvefnum. Ég á enn eftir að kemba í gegnum allt til að þýða undirsíðurnar og hausmyndirnar í öllum stílunum, en til að byrja með hef ég þýtt forsíðuna og valmyndina auk dagatalsforritsins (þannig að dagsetningin efst á síðunni og dagatalsmyndirnar sem forritið býr til eru á íslensku, þótt ég hafi ekki þýtt síðuna sjálfa ennþá).

Velkomin í hinn nýja Helli drekaflugnanna!

Skrifa athugasemd - Skoða athugasemdir

29/03/12: Auglýsingar

Þar sem ég var orðin þreytt á því að næstum því allir sem komast að því að ég eigi vefsíðu spyrja hvort ég sé með auglýsingar á henni (og síðan af hverju ekki), og á reglulegum straumi fólks sem sendir mér tölvupóst í þeirri von að ég muni koma fyrir einhverjum alls óviðkomandi tengli fyrir hundrað dollara, hef ég bætt andsvari mínu inn í "Algengar spurningar". Ekki það að ég fái á tilfinninguna að þessir verðandi auglýsendur nenni yfirleitt að lesa "Algengar spurningar".

Skrifa athugasemd - Skoða athugasemdir

28/03/12: Kynfrumumyndir

Ég hefði virkilega átt að klára þetta fyrr, en nú er ég loksins búin með skýringarmyndirnar fyrir erfðakenninguna. Þær eru svo sem engin ódauðleg listaverk, en ættu að vera skiljanlegar. Ég færði líka greinina um mótun kynfrumna fyrir neðan greinina um hvernig þetta virkar, þar sem sú fyrri er mun tæknilegri. Það getur verið að ég hræri eitthvað í útlitinu á þessu seinna.

Skrifa athugasemd - Skoða athugasemdir

24/03/12: Korktöfluvandamál

Já, ég veit að korktaflan virkar ekki þessa stundina. Sjálft vandamálið hefur þegar verið leyst, en svolítil seinkun verður á að undirlénið komist aftur í gang. Á meðan getið þið notað varaveffangið, sem er í góðu lagi.

Skrifa athugasemd - Skoða athugasemdir

13/03/12: Black og White 2

Úff. Þetta hefur verið stressandi mánuður hjá mér, svo ég er hrædd um að þetta sé ekki uppfærsla svo mikið sem smátilkynning. Fyrst nú er hægt að forpanta Black og White 2 á Play-Asia, þá hef ég nú komið fyrir tenglum fyrir forpantanir á tenglaborðanum, fyrir þá sem hafa áhuga.

Skrifa athugasemd - Skoða athugasemdir

Skoða gestabók | Skrifa í gestabók

Hin mikilfenglega slembiskoðanakönnun

Svo virðist sem holdgervingur krúttleikans sé ferfætt, loðin rafkónguló. Hverjum hefði dottið það í hug?

Joltik: krútt dauðans, eða KRÚTT DAUÐANS?


Skoða niðurstöður

Fyrri mikilfenglegar slembiskoðanakannanir

Skoðanakannanir um síðuna

Ég hef nú komið fyrir tenglum yfir á Play-Asia til að auðvelda ykkur að kaupa japanska leiki mér til stuðnings.

Hef ég selt sál mína?
Skoða niðurstöður

Þessari síðu var síðast breytt April 01 2012 klukkan 01:08 GMT


Ég lofa því öllum sem hér koma að hér séu eingöngu dagréttar upplýsingar. Til dæmis hefur allt svindl sem hér er lýst verið prófað af mér persónulega. Allt hér ætti því að vera satt, nema ég a) taki skýrt fram að svo sé ekki, b) viti ekki betur, eða c) hafi ekki vitað betur þegar ég skrifaði viðkomandi síðu, sem hefur ekki verið uppfærð síðan. Ef þú hefur rekist á tilfelli af b) eða c), vinsamlegast leiðréttið mig gegnum þessa síðu og villan verður löguð eins fljótt og auðið er.

Pokémon, Pikachu og allar aðrar Pokémon-persónur eru © 1995-2012 Nintendo, GAME FREAK og Creatures hf. Þessi vefsíða er ekki á þeirra ábyrgð.
Öll útlitshönnun, myndir og texti á þessari síðu eru © Hlín Vilhjálmsdóttir Önnudóttir nema annað sé tekið fram.

Móðir mín rekur heilsuráðgjöfina Heilræði.